Stjórn
Styrktarfélagið Broskallar safnar fé til að hjálpa nemendum í fátækrahverfum í Afríku, mest í Kenía, til að komast í háskóla með því að gefa þeim tækifæri til að æfa sig og ná þannig þeirri kunnáttu sem þarf til að standast inntökupróf í háskóla. Önnur hliðarstarfsemi er Smiley Invest ehf. stofnað til að auðvelda fjárfestum að styðja við starfsemina í Kenía með því að kaupa Broskalla á markaði. Félagið á þegar einn milljarð Broskalla og á reglulega fundi með fjárfestum til að ná fleiri bakhjörlum.
Gunnar Stefánsson
Einn af stofnendum Broskalla og í stjórn styrktarfélagsins frá stofnun árið 2015. Gunnar er tölfræðingur að mennt og starfar sem prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands.
Anna Helga Jónsdóttir
Ein af stofnendum Broskalla og í stjórn styrktarfélagsins frá stofnun árið 2015. Anna Helga er tölfræðingur að mennt og starfar sem dósent í tölfræði við Háskóla Íslands.
Sigríður Björk Gunnarsdóttir
Hefur verið í stjórn Broskalla frá vori 2023. Sigríður Björk er hagfræðingur og framhaldsskólakennari að mennt og starfar sem rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Verkefnið miðar að heimsmarkmiðum
sameinuðu þjóðanna
Sjá nánar á www.heimsmarkmidin.is



